Óttast bankakreppu á Ítalíu

Stærsti banki Ítalíu, UniCredit, ætlar að fækka störfum um 14 þúsund og auka eigið fé bankans um milljarða evra en óttast er að yfirvofandi sé bæði banka- og stjórnmálakreppa í landinu.

Bankinn, sem er einn þeirra banka sem kemur einna verst út úr álagsprófum evrópskra banka, staðfestir í tilkynningu að reynt verði að útvega 13 milljarða evra frá fjárfestum til þess að koma rekstri bankans í betra horf.

UniCredit  vonast til þess að hægt verði að koma í veg fyrir að bankinn þurfi að leita á náðir ríkisins.

Alls verður störfum hjá UniCredit fækkað um 14 þúsund fyrir árslok 2019 og er það hluti af endurskipulagningu rekstrar. Talið er að þetta geti sparað 1,1 milljón evra í starfsmannakostnað. Eins verður reynt að draga úr kostnaði sem nemur 600 milljónum evra þannig að árlegur sparnaður verði 1,7 milljarðar evra. 

Tilkynning UniCredit kemur á sama tíma og mikill skjálfti ríkir í fjármálalífi Ítalíu vegna afsagnar Matteo Renzi, forsætisráðherra landsins í kjölfar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ekki er staðan betri hjá elsta banka heims, Monte dei Paschi di Siena (BMPS), sem leitar nú eftir stuðningi einkageirans svo hægt verði að bjarga bankanum frá falli.

Unicredit.
Unicredit. AFP
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK