Sjálfvirkt greiðslumat hjá Arion banka

Hægt verður að gera greiðslumöt í gegnum vef bankans framvegis.
Hægt verður að gera greiðslumöt í gegnum vef bankans framvegis. Mynd/arion banki

Arion banki kynnti í dag nýja leið fyrir einstaklinga til að láta framkvæma greiðslumat í gegnum vef bankans. Í stað þess að senda gögn til bankans og láta framkvæma greiðslumatið verður nú hægt á sjálfvirkan hátt að láta bankann sækja upplýsingar til ríkisskattstjóra, Creditinfo og ökutækjaskrá.

Í tilkynningu frá bankanum segir að með þessari leið geti einstaklingar sem standist greiðslumatið geti með þessu sleppt því að setja inn fyrirvara um greiðslumat þegar kauptilboð er lagt fram um kaup á fasteign.

Með nýju greiðslumatinu þurfa umsækjendur ekki að safna saman launaseðlum, skattframtali og öðrum fylgiskjölum. Þeirra er aflað rafrænt frá Creditinfo og RSK, en gagnaöflunin og uppflettingarnar byggjast á rafrænu samþykki umsækjenda.

Kostnaður vegna greiðslumats mun að sögn bankans lækka við þetta, þar sem ekki verður innheimt sérstakt greiðslumatsgjald. Kostnaður umsækjenda mun samanstanda af kostnaði sem til fellur vegna uppflettinga hjá þriðja aðila, m.a. í skuldastöðukerfi og ökutækjaskrá. Sá kostnaður er 3.200 krónu fyrir einstakling og 5.500 krónur fyrir hjón eða fólk í sambúð.

Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Mynd/arion banki
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK