Lítur málið alvarlegum augum

„Íslandsbanki lítur málið alvarlegum og hyggst bankinn óska eftir lögreglurannsókn …
„Íslandsbanki lítur málið alvarlegum og hyggst bankinn óska eftir lögreglurannsókn á því eftir hvaða leiðum gögnin komust í hendur óviðkomandi,“ segir í tilkynningu. mbl.is/Ómar

Ekkert bendir til þess að gögn um verðbréfaviðskipti sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, komi frá Íslandsbanka eða starfsmönnum hans. Það er niðurstaða rannsóknar innri endurskoðunar bankans.

Í tilkynningu frá bankanum segir að gögnin sem hafi verið til umfjöllunar hafi öll verið gömul og átt rót að rekja úr starfsemi Glitnis banka hf. fyrir hrun.

Þá er bent á að gögnin sem um ræðir séu háð þagnarskylduákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

„Íslandsbanki lítur málið alvarlegum og hyggst bankinn óska eftir lögreglurannsókn á því eftir hvaða leiðum gögnin komust í hendur óviðkomandi,“ segir í tilkynningu.

Hagsmunatengsl dómara við Hæstarétt voru í umræðunni fyrr í mánuðinum í kjölfar umfjöllunar fréttastofu Stöðvar 2 og Kastljóss. Meðal ann­ars var fjallað um hluta­bréfa­eign nokk­urra dóm­ara í ís­lensku bönk­un­um fyr­ir hrun og í pen­inga­markaðssjóðum sem töpuðu tals­verðum fjár­mun­um í hrun­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK