Hækkanir á fasteignaverði ekki meiri frá 2007

Það sem af er árinu 2016 hafa meðalviðskipti á mánuði …
Það sem af er árinu 2016 hafa meðalviðskipti á mánuði með fasteignir verið töluvert meiri en var á öllu árinu 2015 og gildir það bæði um fjölbýli og sérbýli. „Þó viðskipti séu blómleg hefur Hagfræðideild lengi talið að skortur sé á framboði íbúða á markaðnum með fjölbýli og að sú staða sé einn þeirra þátta sem ýti verði upp á við,“ segir í Hagsjá. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4% milli mánaða í nóvember. Þar af hækkaði fjölbýli um 1,9% og sérbýli lækkaði um 0,2%. Síðustu 12 mánuði hefur fjölbýli hækkað um 15,6%, sérbýli um 13,0% og er heildarhækkunin 14,8%. Hækkanir síðustu 12 mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til ársins 2007 til að sjá álíka tölur.

Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans.

Þar er bent á að þar sem verðbólga hefur verið lág og stöðug síðustu misseri hefur raunverð fasteigna hækkað mun meira en ella. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í nóvember var einungis um 0,4% hærri en í nóvember 2015, þannig að allar nær nafnverðshækkanir á húsnæði síðasta árið koma nú fram sem raunverðshækkun.

„Viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu tóku mikinn kipp upp á við í nóvember. Það á einkum við um viðskipti með fjölbýli sem hafa aukist stöðugt frá því í júní. Fjölgun viðskipta með fjölbýli milli október og nóvember var veruleg í Reykjavík og hefur ekki verið meiri mjög lengi,“ segir í Hagsjá.

Það sem af er árinu 2016 hafa meðalviðskipti á mánuði með fasteignir verið töluvert meiri en var á öllu árinu 2015 og gildir það bæði um fjölbýli og sérbýli. „Þó viðskipti séu blómleg hefur Hagfræðideild lengi talið að skortur sé á framboði íbúða á markaðnum með fjölbýli og að sú staða sé einn þeirra þátta sem ýti verði upp á við,“ segir í Hagsjá.  

Vitnað er í þjóðhagsspá Hagfræðideildar, sem birt var í lok nóvember, en þar var gert ráð fyrir 10,5% hækkun fasteignaverðs í ár, 10% hækkun 2017 og 8% hækkun bæði 2018 og 2019. Þegar tölur liggja fyrir um 11 mánuði ársins er meðalhækkunin milli 2015 og 2016 þegar orðin 10,3%.

„Að mati deildarinnar benda flestir undirliggjandi þættir, t.d. mun minna framboð en eftirspurn, aukning kaupmáttar og meiri kaupgeta til áframhaldandi hækkana á verði fasteigna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK