ASÍ og BSRB með 63 íbúðir á Kirkjusandi

Lóðirnar sem um ræðir eru á milli Hallgerðargötu og Laugarnesvegar, …
Lóðirnar sem um ræðir eru á milli Hallgerðargötu og Laugarnesvegar, en það eru gulu húsin lengst til hægri á myndinni. Mynd/Borgarvefsjá

Borgarráð Reykjavíkur samþykkt í gær á fundi sínum viljayfirlýsingu sem tryggir leigufélagi ASÍ og BSRB heimild til að reisa 63 íbúðir á Kirkjusandi, en á sama stað munu einnig Félagsbústaðir fjölga íbúðum sínum. Þetta kemur fram í vikulegum pistli Dags B. Eggertsson borgarstjóra.

Í fundargerð ráðsins segir að samþykkt hafi verið að skrifa undir viljayfirlýsinguna við íbúðafélagið Bjarg, en það er sameiginlegt félag ASÍ og BSRB.

Um er að ræða yfirlýsingu vegna úthlutunar lóða við Hallgerðargötu í Reykjavík, en það er ný gata sem verður á milli Sæbrautar og Laugarnesvegar. Um er að ræða lóðir G og H í núgildandi deiliskipulagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK