11.000 hafa leitað til VIRK

Virk starfsendurhæfingarsjóður. Hlutverk sjóðsins er að efla starfsgetu einstaklinga í …
Virk starfsendurhæfingarsjóður. Hlutverk sjóðsins er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu.

Um áramót voru rúmlega 2.000 einstaklingar í þjónustu hjá VIRK, 8% fleiri en um síðustu áramót, þrátt fyrir að nýjum í þjónustu hafi fækkað um 7% milli ára. Alls hafa 11.000 einstaklingar leitað til VIRK frá stofnun starfsendurhæfingasjóðsins árið 2008.

Þetta kemur fram á heimasíðu VIRK.

Þar segir ennfremur, að í lok árs 2016 hafi um 2.034 einstaklingar verið í starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK en alls hafi 11.004 einstaklingar leitað til VIRK frá upphafi. 6.221 einstaklingar hafa lokið þjónustu, útskrifast, frá VIRK frá upphafi og rúmlega 70% þeirra eru virkir á vinnumarkaði við útskrift.

1.673 einstaklingar komu nýir inn í þjónustu hjá VIRK á árinu 2016, um 7% færri en árið 2015 þegar þeir voru 1.793 talsins. 1.111 einstaklingar luku starfsendurhæfingarþjónustu árið 2016, 18% færri en 2015 þegar 1.346 útskrifuðust.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK