Sala áfengis jókst um 6,4%

Langmest var salan í lagerbjór, eða 15,4 milljónir lítra og …
Langmest var salan í lagerbjór, eða 15,4 milljónir lítra og jókst hún um 6,2% milli ára. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Á árinu 2016 seldust 20,9 milljón lítrar af áfengi hjá ÁTVR og jókst salan um 6,4% frá fyrra ári þegar hún nam 19,6 milljón lítrum. Milli áranna er meiri aukning en milli 2014 og 2015, þegar salan jókst um 2%.

Langmest var salan í lagerbjór, eða 15,4 milljónir lítra og jókst hún um 6,2% milli ára. Þar á eftir kom rauðvín, sem seldist í tæplega 1,9 milljónum lítra og nam aukningin þar 1,9%. Hvítvín seldist í ríflega 1,1 milljón lítra og jókst um slétt 1%. Aðrar bjórtegundir stóðu undir 365 þúsund lítrum en þar varð aukningin milli ára 43,5%.

Vöxtur í sölu ávaxtavíns nam tæpum 349 þúsund lítrum og blandaðir drykkir seldust í 290 þúsund lítrum. Ókryddað brennivín og vodka seldist í sléttum 226 þúsund lítrum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK