SHÍ hafnar rafbókum Heimkaupa

Samkeppni í sölu á rafrænum námsbókum hefur harðnað og bjóða …
Samkeppni í sölu á rafrænum námsbókum hefur harðnað og bjóða nokkrir aðilar upp á slíkar bækur. mbl.is/Árni

Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri vefverslunarinnar Heimkaup.is, segir að Stúdentaráð Háskóla Íslands, SHÍ, hafi neitað fyrirtækinu um kynningu á rafrænum kennslubókum sem Heimkaup.is bjóði upp á, þrátt fyrir að verðmunur á keyptum kennslubókum geti verið allt að fimmfaldur. Guðmundur segir að sér þyki þetta merkilegt, þar sem nemendur ættu að eiga rétt á góðum upplýsingum um verð á námsbókum, enda almennt vitað að námsmenn þurfi að spara hverja krónu. Hann segist ekki enn hafa fundið bók sem ekki er ódýrari hjá Heimkaupum, sé bókin á annað borð til í Bóksölu stúdenta.

Fjórtán daga prufutími

„Við erum að kynna þessa nýjung sem er ódýrari kostur fyrir nemendur. Við höfum samið við okkar birgja beint og getum boðið okkar viðskiptavinum að bæði kaupa og, í mörgum tilfellum, að leigja bækurnar. Að auki höfum við boðið 14 daga frían prufuaðgang, sem er nokkuð sem samkeppnisaðilar okkar hér á landi bjóða ekki upp á,“ segir Guðmundur í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir sem dæmi að Bóksala stúdenta kaupi sínar rafbækur frá heildsölu, sem sé talvert dýrara, og sá kostnaður lendi á nemendum.

Hann bætir við að sér komi það spánskt fyrir sjónir að nemendafélög allra hinna háskólanna hafi tekið erindi Heimkaup.is vel og kynnt bóksöluna fyrir nemendum, en þeir komi síðan að læstum dyrum hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands. „Það er skrýtið að kynna ekki ódýrasta kostinn. Nemendur hafa nú ekki mikla peninga á milli handanna, það vita allir. Ég vil meina að ástæðan fyrir þessu sé hagsmunaárekstur, þar sem stúdentaráð rekur sína eigin bóksölu.“

Nemendur fá hlekk

Bóksala stúdenta er rekin af Félagsstofnun stúdenta en í stjórn hennar eru þrír fulltrúar af fimm úr Stúdentaráði HÍ. Bóksalan hóf sölu rafbóka nú um síðustu áramót. Guðmundur segir að fyrirkomulagið við kynningu þeirra á bókum til háskólanema sé með þeim hætti að nemendafélögin sendi nemendum í hverjum skóla boð um að þeir megi velja sér hvaða bók sem er á vef Heimkaupa til að prófa. „Við opnum þá rafræna bókahillu fyrir þá með bókinni á,“ segir Guðmundur.

Miðað við lauslegan verðsamanburð á vefjum helstu rafbóksala; Heimkaupa, Eymundsson, Bóksölu Stúdenta og e-bóka, er ljóst að verðmunur á þessum markaði getur verið þónokkur. Bókin Introduction to Pharmaceutical Chemical Analysis, sem lögð er til grundvallar námi á vormisseri 2017 í Háskóla Íslands, kostar þannig til dæmis 25.899 kr. á vef Eymundsson, 24.180 kr. á vef E-bóka, 24.920 kr. á vef Bóksölu stúdenta og 4.890 kr. á vef Heimkaupa. Að auki er tæknilegur munur á bókunum. Heimkaup býður bókina í gagnvirku lesforriti, Vital Source, en hinar bóksölurnar bjóða bókina sem PDF skjal, sem er minna gagnvirkt.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK