Ísland annað mesta rafbílaríki Evrópu á eftir Noregi

Norðurlöndin raða sér í þrjú efstu sætin á lista EAFO …
Norðurlöndin raða sér í þrjú efstu sætin á lista EAFO yfir hlutdeild rafbíla á markaði með fólksbíla. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ísland er annað mesta rafbílaland Evrópu á eftir Noregi. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem teknar hafa verið saman af EAFO, en það er stofnun á vegum Evrópuráðsins sem hefur eftirlit með þróun og útbreiðslu nýrra orkugjafa.

Þar kemur fram að á fyrstu ellefu mánuðum nýliðins árs hafi 5,3% nýskráðra bifreiða á Íslandi verið rafbílar og er þar vísað jafnt til bifreiða sem ganga einvörðungu fyrir rafmagni og svokallaðra tengiltvinnbíla sem ganga fyrir rafmagni og jarðefnaeldsneyti, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Skipar Ísland annað sætið á listanum yfir ríki Evrópu. Höfuð og herðar yfir alla aðra ber þó Noregur en þar í landi var hlutdeild rafbíla í hópi nýskráðra bifreiða hvorki meira né minna en 29%. Þau lönd sem raða sér á listann á eftir Noregi og Íslandi eru Svíþjóð með 3,6% hlutdeild, Holland með 3,4% og Sviss með 1,8%. Að meðaltali var hlutdeild nýskráðra rafbíla í Evrópu hins vegar aðeins rúmt 1,2% á árinu 2016.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK