Bjóða upp á viðskiptafarrými og breyta farangursheimild

"Núna ætlum við einnig að snarlækka hefðbundin viðskiptafargjöld með því að bjóða til dæmis stærri sæti, töskuheimildir og máltíðir fyrir mun hagstæðara verð en áður hefur þekkst," er haft eftir Skúla Mogensen. mbl.is/RAX

WOW air tekur í notkun nýja bókunarvél á morgun og mun um leið bjóða upp á nýja valkosti fyrir farþega sína. Það sem helst ber að nefna er sú nýjung að boðið verður upp á viðskiptafarrými með stærri og breiðari sætum ásamt meiri fríðindum samkvæmt fréttatilkynningu frá WOW air. Einnig verður veittur meðal annars forgangur þegar gengið er um borð í vélar félagsins en sá möguleiki verður í boði frá og með 1. mars næstkomandi.

Í nýju bókunarkerfi verður hægt að velja um þrjár mismunandi leiðir:

  • WOW Basic – innifalið í verði er flug og lítil taska (t.d. lítill bakpoki, veski eða fartölvutaska; hámarksummál: 42x32x25 cm).
  • WOW Plus – innifalið í verði er flug, lítil taska/veski, handfarangur 12 kg (56x45x25 cm), innritaður farangur 20 kg og forfallavernd.
  • WOW Biz – innifalið í verði er flug, lítil taska/veski, handfarangur 12 kg, innritaður farangur 20 kg, sætaval (stærsta sætið sem er í boði hverju sinni), forgangur um borð og máltíð um borð.

„Í WOW Biz-leiðinni verður í Airbus 330-vélunum mögulegt að bóka sérstaklega breiðari og stærri sæti sem munu kallast Big Seat. Sætin eru útbúin með þægindi farþegans í fyrirrúmi og bjóða upp á enn meira sætabil og fótaskemil. Þetta er í fyrsta sinn í sögu WOW air sem slík sæti eru í boði. Sætabil nýju sætanna verður 37 tommur en til samanburðar eru hefðbundin flugsæti með sætisbil upp á 30 tommur,“ segir í tilkynningu WOW air. Viðskiptasæti í öðrum vélum félagsins; Airbus A320 og Airbus A321, verða XXL sæti sem eru með auknu sætabili, 35-37 tommur.

Áfram verður í boði að kaupa sæti með auknu sætabili ein og sér. Þau eru eftirfarandi; Big seat (37 tommur), XXL (35-37 tommur) og XL ( 32-34 tommur).

Þá hefur verið gert breyting á farangursheimild sem innifalin er í verði flugmiðans. Innifalin er lítil taska/veski sem er smáhlutur á borð við lítinn bakpoka, veski eða tölvutösku. „Þessi farangur verður að geta komist fyrir undir sæti,“ segir í tilkynningu WOW air. Handfarangurstaskan, sem hægt er að greiða fyrir aukalega, er samkvæmt  IATA-stöðlum; 56x45x25 cm og má vera 12 kg.

Með WOW Plus-leiðinni býðst farþegum WOW air að bóka miða með farangursheimild innifalinni á lægra verði en þegar henni er bætt við WOW Basic-miða.

„Við höfum unnið hörðum höndum að því að lækka verð á flugi til og frá Íslandi sem og yfir Atlantshafið og þar með gert sem flestum kleift að ferðast. Núna ætlum við einnig að snarlækka hefðbundin viðskiptafargjöld með því að bjóða mikið af sömu þjónustu svo sem stærri sæti, töskuheimildir og máltíðir fyrir mun hagstæðara verð en áður hefur þekkst.  Viðskiptafarþegum okkar hefur stöðugt verið að fjölga og erum við hér með að mæta auknum kröfum þeirra,“ er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK