„Ótrúleg staða í febrúar“

Ferðamenn láta frostið ekki á sig fá, heldur sækjast þeir …
Ferðamenn láta frostið ekki á sig fá, heldur sækjast þeir frekar í hrím en hásumar í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er nánast orðið troðið, eigum næst lausa helgi í október. Þetta er í raun ótrúleg staða í febrúar,“ segir Gunnar Már Árnason, bókunarstjóri Fosshótela, um bókanir á gistingu á komandi mánuðum.

Sum hótel hér á landi eru þegar fullbókuð næsta sumar og mikil aukning hefur orðið á bókunum yfir vetrartímann. „Í janúar í fyrra var um 35% bókun hjá okkur en nú erum við að klára mánuðinn í ár með 80% bókun,“ segir hann.

Fosshótel eru meðal þeirra sem hafa fundið fyrir aukningu að vetri til. Bókanir í nýliðnum janúar voru um 45% fleiri en árið áður. Farþegaspá Isavia reiknar með því að fleiri ferðamenn verði hér á landi í vetur en yfir hásumarið. Áætlað er að um 35% erlendra ferðamanna muni koma yfir vetrarmánuðina en 33% yfir hásumarið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK