Milljarðaverkefni í Noregi

Tölvuteikning af hluta vegarins sem Efla vinnur að.
Tölvuteikning af hluta vegarins sem Efla vinnur að. Tölvuteikning/Norska vegagerðin

Verkfræðifyrirtækið Efla hefur nú lokið hönnun á 4,5 kílómetra vegkafla norðan við Þrándheim.

Verkið var unnið í samstarfi við norsku vegagerðina og kostaði í heild um 100 milljónir norskra króna, um 1,35 milljarða íslenskra króna, að því er fram kemur í umfjöllun um umsvif Eflu í Noregi í Morgunblaðinu í dag.

Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið í verkefnum í Noregi á undanförnum árum. Guðmundur Guðnason, sviðsstjóri samgangna hjá Eflu, segir þó að styrking krónu geti haft áhrif á starfsemi fyrirtækisins í Noregi til framtíðar.  Að hans sögn tók hönnunin um sex mánuði. Efla hefur nýlega unnið þrjú verk á svipuðu svæði nærri Þrándheimi, er þeim nú lokið og þau komin í rekstur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK