Nokia 3310 snýr aftur

Hver man ekki eftir þessum?
Hver man ekki eftir þessum?

Framleiðsla á hinum goðsagnakennda Noka 3310 hefst að nýju seinna á árinu. Síminn var fyrst settur á markað árið 2000 og er mögulega einn mest elskaði og jafnvel seigasti sími sögunnar.

3310 síminn markaði á vissan hátt upphaf nýtískufarsíma á sínum tíma og hefur verið þekktur fyrir langan endingatíma. Nýja útgáfan verður til sölu á aðeins 59 evrur eða rúmar 7.000 krónur og verður afhjúpuð á Mobile World Congress ráðstefnunni seinna í mánuðinum.

Enn er hægt að kaupa notaða  3310 síma á Amazon en þá er það ekki í gegnum framleiðandann. Síminn inniheldur ýmsa fídusa eins og klukku, reiknivél og leikinn Snake sem margir muna eflaust eftir.

Nokia átti erfitt með að fylgja öðrum fyrirtækjum inn í snjallsímaheiminn og var fyrirtækið selt til Microsoft. Símar Nokia eru nú seldir af finnska fyrirtækinu HMD Global sem keypti einkaréttinn á nafninu á sínum tíma.

HMD mun einnig afhjúpa nýja síma á fyrrnefndri ráðstefnu, Nokia 3,5, og 6. Talið er að þeir muni líkjast snjallsímum frekar en gamla góða 3310 en verði á mun lægra verði en þekkist í snjallsímaheiminum.

Frétt The Independent. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK