Sagðir undirbúa sig fyrir næstu kreppu

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Margir Íslendingar velta fyrir sér hvenær næsta kreppa verður hér á landi og hvernig hún verður. Fréttaveitan Bloomberg greinir frá þessu og ræðir meðal annars við fyrrverandi bílstjóra.

Að sögn bílstjórans munu Íslendingar reyna að þéna eins mikið og þeir geta á næstunni til að geta haft í sig og á þegar næsta hrun skellur á.

Í greininni kemur fram að íslenskir hagfræðingar, sérfræðingar úr íslenskum iðnaði, Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi varað við ofhitnun hagskerfisins hér á landi.

Bent er á að hagkerfið hafi þanist út um 10,2 prósent á ári, launahækkanir séu miklar, fasteignaverð hafi aukist um 11 prósent á síðasta ári, viðskiptahalli hafi aukist og að atvinnuleysi sé undir þremur prósentum. Á sama tíma er þrýstingur á Seðlabankann á að lækka vexti.

„Íslandi gæti tekist að komast hjá eins harðri lendingu og það fékk í lok ársins 2008 en „sagan segir okkur að við erum ekki sérstaklega góð í að glíma við aðstæður sem þessar“,“ skrifar Bloomberg og vitnar þar í Gylfa Magnússon, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.

„Vonandi höfum við lært eitthvað og vonandi leysum við úr þessu betur en oft áður en það á eftir að koma í ljós,“ segir Gylfi.

Í greininni kemur fram að Ísland hafi tekið þó nokkur skref til að stemma stigu við nýrri efnahagslægð, þar á meðal hafi stjórnvöld hert eftirlit með bönkum. Settar hafa verið hömlur á erlend gjaldeyrislán og afgangur er á fjárlögum. Einnig hefur Seðlabankinn byggt upp mikinn gjaldeyrisforða.

Bloomberg ræðir við Árna Odd Þórðarson, forstjóra Marels. Hann segir að efnahagurinn sé mun dreifðari en áður og því færari um að takast á við nýja efnahagslægð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK