Reitir högnuðust um tæpa sjö milljarða

Frá skráningu Reita í kauphöllina.
Frá skráningu Reita í kauphöllina. mbl.is/Rax

Leigutekjur Reita á árinu 2016 námu 10.035 milljónum króna, samanborið við 8.927 milljónir króna á árinu áður. Vöxtur tekna er því 12,4% milli ára en stærstan hluta hans, eða 9,6 prósentustig, má rekja til breytinga á eignasafninu. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá fasteignafélaginu.

Segir þar að tekjur af óbreyttu eignasafni hafi aukist um rúmt prósent umfram verðlag. Nýtingarhlutfall eigna félagsins hafi þá batnað og verið 96,9% á liðnu ári, en það var 95,7% árið áður.

Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna nam þá 2.565 milljónum króna á árinu, samanborið við 2.120 milljónir króna árið 2015, og vex um 21% á milli ára. Rúmlega helmingur hækkunarinnar er sagður skýrast af hærri fasteignagjöldum, en fasteignamat hafi hækkað mikið á undanförnum árum.

Aukning í viðhaldi og endurbótum skýri þá stærstan hluta þess sem eftir stendur.

Aukinn launakostnaður

Stjórnunarkostnaður félagsins, án kostnaðar vegna skráningar, jókst milli ára og nam 545 milljónum króna á árinu samanborið við 455 milljónir króna á árinu 2015.

Aukinn launakostnaður, bæði vegna fjölgunar starfsfólks og hækkunar launa, er sagður skýra þessa breytingu milli ára að mestu leyti.

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, fjármagnsliði og kostnað við skráningu hafi þannig numið 6.925 milljónum króna á árinu, samanborið við 6.352 milljónir króna árið áður, og vex um 9,0% milli ára.

Haft er eftir Guðjóni Auðunssyni, forstjóra félagsins, að starfsfólk Reita sé bjartsýnt á rekstrarhorfur ársins 2017.

„Við gerum ráð fyrir áframhaldandi vexti eignasafnsins á árinu, bæði með kaupum á fasteignum og fasteignaþróun, til dæmis á Laugavegi 176 og á Kringlureit.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK