Gjaldeyrisforðinn 800 milljarðar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Golli

Ástæða þess að nú er unnt að ráðast í breytingar á reglum um gjaldeyrismál er að undanfarið ár hefur dregið mjög úr áhættu á greiðslujafnaðarójafnvægi sem getur haft í för með sér óstöðugleika í gengis- og peningamálum eða í fjármálakerfinu, samkvæmt tilkynningu á vef Seðlabanka Íslands.

Í fyrsta lagi hefur þegar verið losað um takmarkanir á fjármagnshreyfingar að ákveðnum fjárhæðarmörkum án þess að það hafi haft merkjanleg áhrif á fjármagnshreyfingar á milli landa og gjaldeyrismarkað. Eftir hækkun fjárhæðarmarkanna um síðustu áramót var þorri einstaklinga og fyrirtækja í reynd óheftur af lögum um gjaldeyrismál.

Í öðru lagi hefur gjaldeyrisforði Seðlabankans stækkað mjög undanfarna 12 mánuði og nam hann í febrúarlok um 800 milljörðum króna.

„Eflingu forðans má rekja til þess að viðskiptaafgangur nam 8% af landsframleiðslu árið 2016, sem var töluvert umfram spár. Horfur eru á áframhaldandi viðskiptaafgangi, erlendar skuldir hafa minnkað og hrein staða þjóðarbúsins er orðin jákvæð í fyrsta sinn frá því mælingar hófust, sem dregur enn frekar úr áhættu á óstöðugleika.

Aðstæður í heimsbúskapnum um þessar mundir eru jafnframt hagstæðar til þess að losa um fjármagnshöft. Í þriðja lagi munu kaup Seðlabankans á aflandskrónum af stærstu eigendum aflandskrónueigna, sem tilkynnt voru í dag, draga mjög úr áhættu til lengri tíma litið og auðvelda fullt afnám fjármagnshafta með viðeigandi breytingum á lögum,“ segir í frétt á vef Seðlabanka Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK