Snapchat í frjálsu falli

Bobby Murphy, yfirmaður tæknimála hjá Snapchat, og Evan Spiegel, stofnandi ...
Bobby Murphy, yfirmaður tæknimála hjá Snapchat, og Evan Spiegel, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, við skráningu á markað. AFP

Hlutabréf Snap, móðurfélags Snapchat, héldu áfram að falla í dag. Hafa þau lækkað um 34,5% síðan þau náðu hápunkti fyrir tveimur vikum.

Hlutafjárútboðið var 1. mars og ruku bréfin upp í kjölfarið.

Var hápunktinum náð daginn eftir þegar hver hlutur kostaði 29 Bandaríkjadali. Hafa bréfin verið að falla jafnt og þétt og nemur lækkunin í dag 4%. Hver hlutur kostar nú 19 Bandaríkjadali en það er einungis tveimur dölum yfir útboðsgenginu.

Gengi bréfa Snapchat síðdegis í dag.
Gengi bréfa Snapchat síðdegis í dag.
mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir