Allir meðlimir í „Íslandsklúbbnum“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert

„Ég sé að forsætis- og fjármálaráðherra eru bara býsna kátir með að ríkið sé komið í bisness með frægum vogunarsjóðum. Aðalatriðið er víst að þetta eru útlendingar og það er svo mikið styrkleikamerki að útlendingar vilji kaupa eitthvað á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni. 

„Svo virðast ráðherrarnir telja að þessir aðilar hafi einfaldlega séð tækifæri í langtímarekstri banka á Íslandi. Ætli tækifærið felist t.d. í því að lækka vexti fasteignalána á Íslandi? Þá er það líklega bara tilviljun að þetta skuli vera sömu aðilar og keyptu kröfur á bankana á hrakvirði og beittu svo ýmsum ráðum til að hámarka heimturnar (og eru reyndar þeir sömu og eru að selja sjálfum sér bankann núna),“ skrifar Sigmundur.

Líkt og fram kom í svari Arion banka til mbl var kaupverðið í viðskiptunum 0,81 króna á hlut. Forkaupsréttur ríkisins virkjast þegar verðið fer niður í 0,8 krónur eða lægra miðað við bókfært eigin fé. 

Spyr Sigmundur hvort verðmiðinn hafi ekkert með þessa staðreynd að gera.

„Eflaust er það þá líka tilviljun að hámarkseignarhlutur hvers sjóðs skuli vera 9,99%. En við 10% teljast menn vera komnir með „virkan eignarhlut“ sem kallar á sérstaka athugun FME á hluthöfunum. Reyndar á það sama við ef tengdir aðilar fara yfir 10% en við vitum ekki hvernig hinir nýju eigendur tengjast að öðru leyti en því að vera allir meðlimir í „Íslandsklúbbnum“,“ skrifar Sigmundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir