Óbreytt stjórn Eimskipa

Mynd/Eimskip

Framboðsfrestur til stjórnar Eimskipa er útrunninn og ljóst er að stjórn félagsins verður endurkjörin á aðalfundi á fimmtudaginn.

Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur fimm menn í stjórn og tvo til vara.

Frambjóðendur eiga allir sæti í núverandi stjórn félagsins.

Þeir eru: Helga Melkorka Óttarsdóttir, Hrund Rudolfsdóttir, Lárus L. Blöndal, Richard Winston Mark d’Abo og Víglundur Þorsteinsson. Í varastjórn eru Jóhanna á Bergi og Marc Jason Smernoff.

Stjórnin hefur lagt til að hluthöfum verði greiddur tæplega 1,3 milljarða króna arður.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir