Kaupandi Arion í ruslflokk

Matsfyrirtækið Standard & Poor’s lækkaði lánshæfismat vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital Management niður í ruslflokk á mánudaginn. Degi eftir að Sculp­tor In­vest­ments s.a.r.l., sem er tengt Och-Ziff Capital Mana­gem­ent Group, keypti 6,6% hlut í Arion banka.

Var lánshæfiseinkunn félagsins lækkuð úr BB+ niður í BB með neikvæðum horfum.

Vísir greindi fyrst frá þessu en í frétt Marketwatch segir að kostnaðarsamsetning félagsins sé önnur en upphaflega var gert ráð fyrir og tekjurnar óstöðugri í ljósi þess að eignir félagsins eru í raun verðminni en reiknað var með í fyrra mati.

Hlutabréf Och-Ziff lækkuðu um 3,8% í kjölfar þess að nýja lánshæfismatið var kynnt.

Í vikunni vísaði Smári McCart­hy, þingmaður Pírata, einnig til þess að Och-Ziff hafi þurft að greiða háar bæt­ur vegna aðkomu að spill­ing­ar­mál­um.

Frétt mbl.is: Nýir eigendur í spillingarmálum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK