Elon Musk stofnar nýtt fyrirtæki

Elon Musk.
Elon Musk. AFP

Elon Musk stofnandi og forstjóri Tesla og SpaceX hefur stofnað nýtt fyrirtæki sem vinnur að þróun á tækni á sviði gervigreindar. Fyrirtækið nefnist Neuralink og mun þróa efni sem á að gera fólki kleift að stjórna tækjum með huganum einum. 

Wall Street Journal greindi upphaflega frá þessu en Musk staðfesti þetta á Twitter í dag og sagði að vænta megi nánari upplýsinga eftir viku.

Musk hefur þó áður talað um þessa hugmynd og nefnt þessa tækni „neural lace“. Á Code ráðstefnunni í fyrra sagði hann að hugsunin væri að bæta nýju skilningarviti við mannslíkamann, einhvers konar stafrænu skilningarviti, með ígræðslu af einhverju tagi. Sagði hann að skurðaðgerð til að koma þessu fyrir ætti ekki að vera nauðsynleg heldur ætti að vera hægt að sprauta efni sem gerir þessi samskipti möguleg í æðarnar.

Meðstofnandi fyrirtækisins er Max Hodak sem hefur gert miklar rannsóknir á sviði gervigreinar. 

Musk á Code-ráðstefnunni í fyrra:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK