Nýja evran er vegan

Nýr fimmtíu evru seðill sem fór í umferð í gær.
Nýr fimmtíu evru seðill sem fór í umferð í gær. AFP

Nýr fimmtíu evru seðill fór í umferð í gær en hann er búinn ýmsum uppfærðum öryggisatriðum auk þess sem hann er vegan.

Ef seðillinn er borinn upp við ljós birtist mynd af gríska goðinu Evrópu á vinstri hlið. Seðillinn er prentaður á bómullarpappír og ekki húðaður með tólg, sem er hörð dýrafita. Það vakti mikla athygli og töluverða reiði hjá dýraverndarsinnum og ýmsum trúarhópum þegar upp komst að nýr fimm punda seðill í Bretlandi var húðaður með tólg. Í kjölfarið var hafin undirskriftasöfnun þar sem 130 þúsund manns skoruðu á breska seðlabankann að endurskoða þetta. Brást bankinn við beiðninni og sagði að pálmaolía yrði framvegis á seðlunum. Hefur þetta í kjölfarið verið endurskoðað víðar.

Alls eru um níu milljarðar af 50 evru seðlum í umferð og eru það fleiri en allir fimm, tíu og tuttugu evru seðlar samanlagt. 

Auðveldara á að vera að koma auga á falsaða seðla eftir uppfærsluna og hvetur evrópski seðlabankinn fólk til þess að athuga það í þremur skrefum: leita eftir upphleyptu letri, finna myndina af Evrópu og skoða vatnsmerkið.

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands eru engar dýraafurðir notaðar á íslenska seðla og eru þeir því einnig 100% vegan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK