Lífeyrissjóðir vilja bætur frá Kaupþingi

Lífeyrissjóðir sem tóku þátt í viðræðum um kaup á verulegum hlut í Arion banka telja að þeir hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni og hafa krafist þess að Kaupþing bæti þeim það.

Þeir hafi staðið í þeirri trú að unnið væri að sölunni til þeirra af heilindum af hálfu Kaupþings og hugur fylgt máli. Í því ljósi hafi lífeyrissjóðirnir stofnað til kostnaðar, bæði beins og óbeins, sem ósanngjarnt sé að þeir standi straum af.

Kostnaðurinn sem um ræðir er einkum í formi útlagðs kostnaðar vegna vinnu ráðgjafa sem sjóðirnir fengu til liðs við sig og önnuðust fyrirsvar sjóðanna í viðræðunum. Einnig er meðal kostnaðarliða tjón sem þeir hafi orðið vegna þess að margir sjóðanna höfðu hafið undirbúning að því að losa um fé til að greiða kaupverðið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK