Vonbrigði vegna piparmyntubragðs

Margir hafa nýtt sér Facebook-síðu Nóa Siríus til þess að …
Margir hafa nýtt sér Facebook-síðu Nóa Siríus til þess að lýsa yfir óánægju með eggin í ár. Sumir sögðu eggin nánast óæt vegna piparmyntubragðsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölmargir viðskiptavinir Nóa Siríus hafa kvartað yfir piparmyntubragði af páskaeggjum fyrirtækisins í ár. Samkvæmt upplýsingum frá Nóa Siríus eru myntukonfektmolar inni í eggjunum sökudólgarnir.

Fyrirtækið ákvað í ár að fjarlægja allt plast og umbúðir sem máttu missa sín úr eggjunum vegna aukinnar vitundar um umhverfisábyrgð. Það sem virðist hafa gert er að myntu pralín molarnir, sem teknir voru úr þeim umbúðum sem þeir hafa ávallt verið í hafi smitað eggin.

„Við erum að taka á þessu og horfa á þetta með því hugarfari að við lærum af þessu,“ segir í yfirlýsingu Nóa Siríus.

Margir hafa nýtt sér Facebook-síðu Nóa Siríus til þess að lýsa yfir óánægju með eggin í ár. Sumir sögðu eggin nánast óæt vegna piparmyntubragðsins og virðist sem smitið hafi átt sér stað í flestum gerðum af eggjum hjá Nóa Siríus. Viðskiptavinirnir tala um að piparmyntubragð hafi fundist af karamellu og sjávarsaltseggjum, lakkríseggjum, Nóa kropps eggjum og svo gömlu góðu „venjulegu“ eggjunum.

Í yfirlýsingu Nóa er atvikið harmað og að unnið sé í því að svara þeim sem lentu í því að verða fyrir vonbrigðum með eggið sitt.

„Það er virkilega leiðinlegt að þetta hafi komið upp, sérstaklega í ljósi þess að þetta er stærsta páskavertíð Nóa Síríus frá upphafi. Nýjungarnar slógu í gegn og við erum í skýjunum yfir viðtökunum á markaðnum. Starfsfólk Nóa, öll sem eitt, er búið að standa virkilega vel að þessu tímabili og á mikið lof skilið,“ segir í yfirlýsingu Nóa. Þá kemur fram að tekið verði hart á þessum mistökum „þar sem neytendur eiga geta gengið að gæðunum vísum þegar kemur að súkkulaði frá Nóa Síríus, enda óbreytt uppskrift frá upphafi og alltaf lagður mikill metnaður í framleiðslu þess.“

Hér má sjá yfirlýsingu Nóa Siríus í heild:

Vegna aukinnar vitundar um umhverfisábyrgð fyrirtækisins þá var ákveðið að fjarlægja allt plast og umbúðir sem máttu missa sín úr eggjunum. Þetta var virkilega krefjandi verk og mjög viðkvæmt þar sem þurfti að stíga varlega til jarðar. Við hófum því gífurlega umbótavinnu bæði hvað varðar umbúðir og vinnsluna á eggjunum sjálfum. Því miður er greinilegt að myntu konfektmolinn hafa í einhverjum tilfellum smitað út frá sér og neytendur hafa haft samband við okkur um það. Myntu Pralín molarnir voru teknir úr þeim umbúðum sem þeir hafa ávalt verið í og þess vegna myndaðist smit í eggin. 

Við hjá Nóa hörmum þetta atvik að öllu leiti og erum að vinna að því að svara þeim sem að lentu í því að páskaeggið þeirra bragðaðist ekki eins og Nóa súkkulaði ber að bragðast. Það er virkilega leiðinlegt að þetta hafi komið upp, sérstaklega í ljósi þess að þetta er stærsta páskavertíð Nóa Síríus frá upphafi. Nýjungarnar slógu í gegn og við erum í skýjunum yfir viðtökunum á markaðnum. Starfsfólk Nóa, öll sem eitt, er búið að standa virkilega vel að þessu tímabili og á mikið lof skilið. Þetta er virkilega skemmtilegur tími fyrir okkur og til að mynda þá bjuggum við í fyrsta skipti til sérstakt egg einungis fyrir þá sem starfa hjá Nóa. Við munum gera það að hefð og koma fólkinu á óvart ár hvert, þetta vakti mikla lukku.

En hvað piparmyntumálið varðar þá munum við taka hart á þessu, þar sem neytendur eiga geta gengið að gæðunum vísum þegar kemur að súkkulaði frá Nóa Síríus, enda óbreytt uppskrift frá upphafi og alltaf lagður mikill metnaður í framleiðslu þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK