Bragi og Þór opna hótel í Hafnarfirði

Þór Bæring og Bragi Hinrik reka nú ferðaskrifstofuna Gaman ferðir.
Þór Bæring og Bragi Hinrik reka nú ferðaskrifstofuna Gaman ferðir. Aðsend mynd

Bragi Hinrik Magnússon og Þór Bæring Ólafsson sem reka ferðaskrifstofuna Gaman ferðir munu opna hótel í Bæjarhrauni 4 í Hafnarfirði í næsta mánuði og er undirbúningur vel á veg kominn.

Á Hótel Hellisgerði verða 38 herbergi af ýmsum stærðum og gerðum en öll herbergin eru með baðherbergi og eldhúsi.

„Mikil þörf er á auknu gistirými hér á Íslandi þar sem ferðamönnum fjölgar ört og því ljóst að þetta er kærkomin viðbót fyrir ferðaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í fréttatilkynningu.

„Við vildum tengja nafnið á hótelinu við Hafnarfjörð og því varð Hótel Hellisgerði fyrir valinu,“ er haft eftir Braga en Hellisgerði er almenningsgarður í Hafnarfirði sem er þekktur fyrir miklar hraunmyndanir sem gefa honum óvenjulegt yfirbragð.

Í tilkynningunni er bent á að það taki ekki nema 25 mínútur að keyra frá flugvellinum í Keflavík á hótelið og svo er miðbær Reykjavíkur í tæplega 10 km fjarlægð. Strætósamgöngur frá hótelinu eru mjög góðar og því mjög auðvelt að komast á milli staða.

Hótel Hellisgerði stendur við Bæjarhraun 4.
Hótel Hellisgerði stendur við Bæjarhraun 4. Aðsend mynd

Að sögn Braga sjá menn sömuleiðis tækifæri í að byggja upp meiri ferðamennsku í Hafnarfirði. „Hér í Hafnarfirði og á svæðinu í kring eru miklir möguleikar þessu tengdir og þetta verkefni gæti verið eitt skref í þá átt að auka fjölbreytni í atvinnulífinu hér“.

Hótel Hellisgerði verður opnað 15. maí og er þegar byrjað að taka á móti bókunum á vefsíðu hótelsins. Til viðbótar við hótelreksturinn er ætlunin að bjóða upp á einhverja afþreyingarkosti og er verið að skoða ýmsar hugmyndir í því sambandi.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir