Stefna að stækkun Hótels Arkar á árinu

Hótel Örk í Hveragerði Byggt verður við gistiálmuna (til vinstri ...
Hótel Örk í Hveragerði Byggt verður við gistiálmuna (til vinstri á mynd). mbl.is/Árni Sæberg

„Við teljum að á næstu árum muni færast í vöxt að ferðamenn komi beint hingað,“ segir Jakob Arnarson, hótelstjóri á Hótel Örk í Hveragerði.

Áformað er að hefja framkvæmdir við stækkun hótelsins síðar á árinu. Verður hótelið þá með alls 153 herbergi, að því er fram kemur í umfjöllun um framkvæmdir þessar í Morgunblaðinu í dag.

Á þessu ári hefur verið unnið að endurbótum núverandi herbergja hótelsins ásamt því að aðalsalur þess hefur verið endurnýjaður og nýr veitingastaður verið opnaður.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir