Gætu fengið leyfið síðar

Staðurinn stendur við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur.
Staðurinn stendur við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur. Ljósmynd/Marino Thorlacius

„Ein forsenda þess að við keyptum húsnæðið og settum upp veitingastaðinn á þessum tiltekna stað var það sem við töldum vera vilyrði borgarinnar fyrir því að fá vínveitingaleyfi,“ segir Friðrik Ársælsson, einn eigenda veitingastaðarins Borðsins við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu eigenda staðarins um að breyta rekstri hans úr flokki I í flokk II en við það hefði staðurinn fengið leyfi til að selja vín til klukkan ellefu á kvöldin.

„Við viljum geta boðið viðskiptavinum okkar upp á léttvín og bjór með matnum og gerðum ráð fyrir því í viðskiptaáætlun okkar. Sambærilegir staðir sem eru í íbúðahverfum í Reykjavík hafa fengið vínveitingaleyfi,“ segir Friðrik í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK