Um 20 farþegar urðu eftir í Miami

Farangurskerra fauk á þotu WOW air á mánudaginn. Mynd úr …
Farangurskerra fauk á þotu WOW air á mánudaginn. Mynd úr safni. Ljósmynd/WOW air

Viðgerðir á farþegarþotu WOW air sem skemmdist töluvert þegar að farangursvagn á Keflavíkurflugvelli fauk á hana annan í páskum eru að klárast og stefnt er að því að þotan verði komin í loftið seinna í dag. Þetta segir upplýsingafulltrúi WOW air í samtali við mbl.is.

Atvikið hafði í för með sér töluverðar afleiðingar en það þurfti að aflýsa ferð félagsins til Miami á mánudaginn og heim daginn eftir.

WOW air þurfti að leigja breiðþotu undir farþegana sem áttu bókað til Íslands frá Miami á þriðjudaginn og í dag og lenti hún í morgun. Um 20 manns þurftu þó að vera eftir í Miami og verður þeim komið heim með öðrum leiðum í dag að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK