Kredia gjaldþrota

Hjá Kredia og Smálánum þurfa viðskiptavinir að kaupa bók á …
Hjá Kredia og Smálánum þurfa viðskiptavinir að kaupa bók á sama tíma og þeir sækja um lán. Bókakaupin voru gerð að skilyrði eftir að svokallað flýtigjald var úrskurðað ólögmætt. Skjáskot/Kredia.is

Félagið Credit One ehf., sem áður hét Kredia, og séhæfir sig í smálánum var úrskurðað gjaldþrota í héraðsdómi Norðurlands eystra 12. apríl. Félagið tengist Smálánum ehf. nánum böndum en það var úrskurðað gjaldþrota síðasta haust. Bæði smálánafyrirtækin eru ennþá starfandi.

Bæði félögin hafa ítrekað verið í umræðunni og hafa þau verið sektuð vegna starfsemi sinnar. Árið 2014 höfðaði Kredia ásamt Smálánum mál á hend­ur Neyt­enda­stofu. Fyr­ir­tæk­in vildu láta ógilda ákvörðun áfrýj­un­ar­nefnd­ar neyt­enda­mála sem snýr að út­reikn­ingi á heild­ar­lán­töku­kostnaði. Neyt­enda­stofa var sýknuð af kröf­um fyr­ir­tækj­anna.

Þá tók Neyt­enda­stofa ákv­arðanir í maí í fyrra um að sömu fyr­ir­tæki, Kredía og Smá­lán, hefðu brotið gegn lög­um um neyt­endalán við út­reikn­ing ár­legr­ar hlut­fallstölu kostnaðar og upp­lýs­inga­gjöf til neyt­enda í tengsl­um við lán sem fé­lög­in veita neyt­end­um. 

Fé­lög­in kærðu ákv­arðan­irn­ar til áfrýj­un­ar­nefnd­ar neyt­enda­mála og voru þær flest­ar staðfest­ar af nefnd­inni.

Nafni Kredia var breytt í Credit One ehf. í febrúar sl. samkvæmt gögnum frá Fyrirtækjaskrá en skráður eigandi þess er slóvakinn Mario Megela sem keypti félagið árið 2013. Félagið hefur ekki skilað ársreikningi síðan en þá nam hagnaður þess 59 milljónum króna.

Megela keypti einnig Smálán ehf. á sama tíma en við gjaldþrotaskiptin í haust var það skráð í 100% eigu DCG ehf. sem er í eigu Leifs Al­ex­and­ers Har­alds­son­ar. 

Fyrirtækið eru með lögheimili á sama stað á Siglufirði og er Megela skráður stjórnarmaður og framkvæmdastjóri í báðum félögum

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK