Segir breytingar á VSK ámælisverðar

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Mynd/SA

Ámælisvert er að ekkert formlegt samráð hafi átt sér stað við samtök eða fyrirtæki í ferðaþjónustu um áform ríkisstjórnarinnar um verulega hækkun á VSK. Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í leiðara nýs fréttabréfs SA.

Hann segir það ekki vera viðunandi hve fyrirtækjum í ferðaþjónustu er ætlaður skammur tími til að aðlaga sig þessari hækkun. „Þá verður að meta áhrifin skattabreytinganna á rekstur fyrirtækja eftir stærð þeirra og staðsetningu. Það er ámælisvert hversu illa fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu eru undirbúnar,“ segir Halldór.

Hann segir stjórnvöld verða að hefja viðræður við fyrirtæki í ferðaþjónustu til að skapa sátt um skattalegar aðgerðir sem tryggja áframhaldandi styrkingu skattkerfisins og ferðaþjónustunnar sem eina af höfuðatvinnugreinum þjóðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK