Helgi Bjarnason nýr forstjóri VÍS

Helgi Bjarnason er nýr forstjóri VÍS.
Helgi Bjarnason er nýr forstjóri VÍS.

Helgi Bjarnason hefur verið ráðinn forstjóri VÍS. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem VÍS sendi frá sér nú í kvöld. Helgi hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs Arion banka frá október 2011 og var áður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Arion banka.

Helgi, sem er fæddur árið 1969, er með masters gráðu í tryggingastærðfræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn og BS-gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands.

Áður en Helgi hóf störf hjá Arion banka var hann aðstoðarframkvæmdastjóri Sjóvá Almennra, auk þess sem hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sjóvár Almennra líftryggingar. Fyrir það starfaði hann sem tryggingastærðfræðingur hjá Alþjóða líftryggingarfélaginu.

Helgi hefur gegnt stjórnarsetu í ýmsum félögum, m.a. í stjórnum Samtaka atvinnulífsins, Samtaka fjármálafyrirtækja og Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga. Helgi hefur gegnt stjórnarformennsku í Verði tryggingum hf. og Verði líftryggingum hf.  

„Það er einstaklega spennandi verkefni að taka við stjórn VÍS í dag en rekstur tryggingafélaga hefur verið að breytast hratt á undanförnum árum, meðal annars með hraðri þróun upplýsingatækni og nánari tengingum við fjármálamarkaði,“ er haft eftir Helga í fréttatilkynningu. 

Capacent hafði umsjón með ráðningarferlinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK