Hagstæðara fyrir CCP að framleiða nýjan leik erlendis

CCP þarf nú að ákveða hvort nýr tölvuleikur verði framleiddur …
CCP þarf nú að ákveða hvort nýr tölvuleikur verði framleiddur á Íslandi eða í Bretlandi. mbl.is/Styrmir Kári

Ísland er ekki lengur samkeppnishæft þegar kemur að starfsemi stórra tæknifyrirtækja sem eyða miklum fjármunum til rannsókna og þróunar. Þetta segir Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri leikjafyrirtækisins CCP á Íslandi. Stefanía, ásamt fulltrúum nýsköpunar- og tækniiðnaðarins á Íslandi, átti nýverið fund með Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra vegna málsins þar sem vakin var athygli á þeirri staðreynd að nágrannalönd eins og Bretland bjóða upp á mun hagfelldari skilyrði fyrir sambærileg fyrirtæki.

Óvissa með stækkun hér á landi

CCP stendur núna frammi fyrir því að ákveða hvort nýr tölvuleikur, sem fyrirtækið er með í þróun, verði stækkaður og framleiddur á Íslandi eða í Bretlandi að loknum undirbúningsfasa.

Frumgerð leiksins hefur verið í þróun á starfsstöð fyrirtækisins í Shanghai í Kína, en verkefnið verður flutt í heild sinni til Evrópu á næstu dögum, þar sem þróun verður haldið áfram. Verkefnið telur 24 starfsgildi, en aðeins tæpur helmingur þróunarstarfsins verður hér á Íslandi. Þar með verður Ísland af um 200 milljónum króna á ári, að sögn Stefaníu, sem er áætlaður kostnaður við þróunarvinnu sem unnin verður í Bretlandi. Fari leikurinn í framleiðslu í kjölfarið er stóra spurningin hvar framleiðslustarfið verði og hvar leikurinn verði gefinn út á endanum.

Á Íslandi er 20% kostnaðar við rannsókn og þróun í tæknifyritækjum endurgreidd árlega, en 300 milljóna króna þak er á kostnaði vegna endurgreiðslu, sem þýðir að ef fyrirtæki eyðir meiru en 300 milljónum króna í rannsóknir og þróun á ári fæst engin endurgreiðsla. CCP fer auðveldlega upp fyrir það þak með rannsóknar- og þróunarvinnu sinni við EVE Online, sem er framleiddur hér á Íslandi. Öll ný þróunarverkefni njóta því engrar endurgreiðslu hér á landi.

Bretland styrkir áfram um 20%

Bretar hafa markvisst verið að efla laga- og stuðningsumhverfi sitt fyrir nýsköpunarfyrirtæki og bjóða 33% endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar og setja ekkert þak á þann kostnað. Auk þess fá leikjafyrirtæki áframhaldandi 20% endurgreiðslu eftir að leikurinn fer í framleiðslu. „Ef horft er til hagkvæmni- og viðskiptasjónarmiða liggur í augum uppi að stækkun verkefnisins í framtíðinni fer fram í Bretlandi, en ég hef ástæðu til að trúa því að það sé verið að laga þessi mál hér á Íslandi.

Störfin sem fara til Bretlands á þessu ári hefðu skilað um 70 milljónum í skatttekjur til ríkissjóðs. Endurgreiðslan af þeim hluta verkefnisins hefði verið um 40 milljónir ef hér væri ekkert þak á kostnaði vegna endurgreiðslu, sem þýðir að ríkið hefði samkvæmt þessu dæmi komið út í 30 milljóna króna plús.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK