Spá lækkun stýrivaxta

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd lækki stýrivexti um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunarfundi en vaxtaákvörðunin verður tilkynnt 17. maí næstkomandi.

Telur Hagfræðideildin að lág verðbólga síðustu ár, stöðugar verðbólguvæntingar nálægt markmiði, veruleg verðhjöðnun verðlags án húsnæðiskostnaðar ásamt lækkun jafnvægisraunstýrivaxta gefi fullt tilefni fyrir peningastefnunefndina að fikra sig áfram í lækkun stýrivaxta.

Hagfræðideildin bendir á að veruleg óvissa ríki um hversu hátt jafnvægis raunstýrivaxtastigið sé nú en flestir eru þó sammála um að það hafi lækkað. „Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið mjög kröftugur á síðasta ári og útlit sé fyrir áframhaldandi kröftugan vöxt á þessu ári virðist töluvert svigrúm til staðar að lækka stýrivexti frekar. Sérstaklega ef horft er til viðvarandi þrýstings á gjaldeyrismarkaði til styrkingar síðustu misseri.“

Þá segir að engin knýjandi þörf sé að taka stór skref í lækkun vaxta og teljum Hagfræðideildin því líklegra að vextir verði lækkaðir um 0,25 prósentur frekar en 0,5 að þessu sinni.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir