Fyrsta skóflustungan að Hörpuhóteli

Fyrsta skóflustungan að hótelinu við Hörpuna var tekin í dag.
Fyrsta skóflustungan að hótelinu við Hörpuna var tekin í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsta skóflustungan að Marriott Ed­iti­on hót­elinu sem mun rísa á Hörpureitnum svokallaða var tekin í dag. Áætlað er að hótelið verði opnað sumarið 2019. Heildarfjárfestingin nemur um 17 milljörðum króna. 

Ístak sér um framkvæmdina og á uppsteypu að verða lokið í nóvember 2018. Hót­elið verður fimm stjörnu og hið glæsi­leg­asta að allri gerð en þar verða 250 her­bergi auk veislu- og fund­ar­sala, fjölda veit­ingastaða og heilsu­lind.

Banda­rískaCarpenter & Comp­any á bygg­inga­rétt­inn og mun fjár­magna fram­kvæmd­ina ásamt Eggerti Dag­bjarts­syni, sem er minni­hluta­eig­andi íCarpenter. Gerður hef­ur verið samn­ing­ur til fimm­tíu ára viðMarriott Ed­iti­on sem mun al­farið sjá um rekst­ur­inn.

Hótelið verður Marritt-Edition.
Hótelið verður Marritt-Edition. AFP

Löng saga

Líkt og mbl hef­ur áður fjallað um á hót­elæv­in­týrið við Hörpu á sér nokkuð langa sögu, en fyr­ir hrun var byrjað að skoða mögu­lega hót­el­bygg­ingu á reitn­um. Síðan hafa nokkr­ir mögu­leg­ir fjár­fest­ar komið að verk­efn­inu en í apríl árið 2015 var til­kynnt að samn­ing­ar hefðu náðst við banda­ríska fast­eigna­fé­lagið Carpenter & Comp­any um bygg­inga­rétt­inn.

Ari­on banki hef­ur komið að ýms­um hliðum verk­efn­is­ins er snúa að láns­fjár­mögn­un og átti frum­kvæði að aðkomu fjár­festa sem leiða verk­efnið. Þeir eru líkt og áður seg­ir Eggert Dag­bjarts­son og Cart­penter & Co.

Framkvæmdir hafa frestast nokkrum sinnum og áttu fyrst að hefjast haustið 2015 en síðan var lagt upp með árið 2016. Tafðist þetta vegna ýmissa tækni­legra atriða og leyf­is­veit­inga.

Banda­ríska fyrirtækið hefur komið að fjöl­mörg­um hót­el­um í Banda­ríkj­un­um en þetta er fyrsta hót­elið er­lend­is. „Við ætl­um að byggja besta hót­elið á Íslandi,“ sagði Friedm­an þegar verkefnið var kynnt í Hörpu árið 2015 og bætti við að bygg­ing­ar­svæðið við Hörpu væri eitt það allra flott­asta í heimi.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK