Milljarðamunur eftir VSK-þrepi gistingar

Ef virðisaukaskattur hefði verið 24% í stað 11%, að öðru …
Ef virðisaukaskattur hefði verið 24% í stað 11%, að öðru óbreyttu, hefði ríkið fengið 13 milljarða í stað 1,2 milljarða á síðustu tveimur árum í tekjur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útskattur hótela og gistiheimila í fyrra nam samtals 7.205 milljónum á síðasta ári og hækkaði úr 5.483 milljónum árið áður. Reiknaður innskattur var hins vegar 6.442 milljónir í fyrra og 5.026 milljónir árið 2015 og var því virðisaukaskattur sem rann til ríkisins 763 milljónir í fyrra og 457 milljónir árið 2015.

Ef virðisaukaskattur hefði verið 24% í stað 11% á gistiþjónustu hefði innheimtur virðisaukaskattur ríkisins verið 7.773 milljónir og 5.367 milljónir árin tvö eða 13.140 milljónir í stað 1.220 milljóna. Þess ber þó að geta að í þessum útreikningi er ekki tekið mið af því hvernig hærra verðlag, breyting á framboði og eftirspurn og önnur áhrif af hækkun virðisaukaskatts gætu haft. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.

Upplýsingarnar taka til 519 fyrirtækja árið 2015 og 573 fyrirtækja árið 2016 sem eru skráð með rekstur hótela og gistiheimila. Þær taka þó ekki til fyrirtækja sem reka hótel- og gistiþjónustu samhliða aðalstarfsemi sinni.

Þá ber einnig að nefna að mörg gistiþjónustufyrirtæki reka einnig veitingasölu, en ekki var hægt að aðgreina inn – og útskatt eftir því hvort var um að ræða veitingasölu eða gistiþjónustu.

Í svarinu er einnig bent á að fyrirkomulag eignarhalds á húsnæði fyrir starfsemina geti haft áhrif á skiptingu innskatts fyrirtækisins, eftir því hvort hann tengist rekstrarkostnaði eða stofnkostnaði þess. Innskattur vegna greiddrar húsaleigu er um þriðjungur af heildarinnskatti vegna rekstrarútgjalda atvinnugreinarinnar. Þau fyrirtæki sem ekki bera kostnað vegna húsaleigu hafa að jafnaði hærri innskatt vegna stofnkostnaðar en þau sem greiða húsaleigu, en þar getur fallið til innskattur vegna stofnkostnaðar við húsnæðið.

Lesa má svar ráðherra í heild sinni á vef Alþingis

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK