„Leynifélagið“ enn til?

Gerð grein fyrir sölu á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka …
Gerð grein fyrir sölu á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands árið 2003. Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa og formælandi S-hópsins, og Peter Gatti, framkvæmdastjóri þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA. mbl.is/Árni Sæberg

Fé­lagið Dek­hill Advisors, sem fékk hluta hagnaðar­ins af Hauck & Auf­häuser-flétt­unni á móti Ólafi Ólafs­syni, virðist enn vera til. Ekki er útilokað að stjórnvöld geti nálgast upplýsingar um eigendur félagsins en þær ættu að vera á skrá í Sviss. RÚV greinir frá.

Í skýrslu rannsóknarnefndar um sölu Búnaðarbanka frá því í lok mars kemur fram að ekki liggi fyr­ir óyggj­andi upp­lýs­ing­ar um raun­veru­lega eig­end­ur Dek­hill eða hverj­ir nutu hags­bóta af þeim fjár­mun­um sem greidd­ir voru til fé­lags­ins.

Árið 2006 voru 46,5 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala greidd­ar af banka­reikn­ingi Well­ing & Partners til af­l­ands­fé­lags­ins Dek­hill Advisors Lim­ited sem var skráð á Tor­tóla.

Nefndin sannreyndi einnig að þýski bankinn Hauck & Auf­häuser hafi aldrei í reynd verið fjár­fest­ir í Búnaðarbank­an­um þegar 45,8% hlut­ur rík­is­ins í hon­um var seld­ur í janú­ar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upp­hafi.

Greint er frá því í frétt RÚV að Dekhill hafi verið virkt eftir hrun og hafi átt í viðskiptum við Julius Bäer-bankann í Sviss. Þrátt fyrir að bankaleynd ríki í Sviss geta yfirvöld annarra ríkja óskað aðstoðar þarlendra yfirvalda til að nálgast bankaupplýsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK