Hægist á hækkun húsnæðisverðs frá og með næsta ári

Raunverð húsnæðis hækkaði um 11,4% í fyrra og hefur hækkað …
Raunverð húsnæðis hækkaði um 11,4% í fyrra og hefur hækkað um tæplega 50% frá því að það var lægst í ársbyrjun 2010. mbl.is/Ómar

Raunverð húsnæðis hækkaði um 11,4% í fyrra og hefur hækkað um tæplega 50% frá því að það var lægst í ársbyrjun 2010. Hækkunin er svipuð og á tímabilinu frá ársbyrjun 2004 til ársloka 2007 og er raunverðið nú orðið lítillega hærra en það var hæst í lok árs 2007. Samkvæmt grunnspá Seðlabanka Íslands nær árshækkun húsnæðisverðs hámarki í ár en síðan hægir á hanni frá og með næsta ári.

Hægir á hækkuninni í takt við aukið framboð íbúðarhúsnæðis og aðlögun tekna og eftirspurnar að langtíma leitnivexti. „Ekki er hins vegar útilokað að þróun húsnæðisverðs víki enn frekar frá þróun launa og tekna, ekki síst ef hækkunin yrði drifin áfram af lántöku sem byggðist á því að húsnæðisverð héldist áfram hátt,“ segir í Peningamálum Seðlabankans.

Þá segir að við slíkar aðstæður gæti ójafnvægið byggst enn hraðar upp í þjóðarbúinu og hætta aukist á hraðri og harkalegri leiðréttingu síðar meir. Seðlabankinn vill ekki heldur útiloka að húsnæðisverð hækki hægar en spáð er, t.d. ef mikill tekjuvöxtur undanfarinna missera snýst við vegna utanaðkomandi áfalls eins og rýrnunar viðskiptakjara eða samdráttar í útflutningi.

Í kjölfarið gætu tekjur og auður heimila minnkað og eftirspurn þeirra, þ.á m. eftir húsnæði, dregist saman. Að öðru óbreyttu myndi þá draga hraðar úr vexti efnahagsumsvifa en grunnspá Seðlabankans gerir ráð fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK