„Spurðu stjórnendur Kaupþings“

Ólafur á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag.
Ólafur á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. mbl.is/Golli

Ólafur Ólafsson segist ekki hafa hugmynd um hver eigi félagið Dekhill og hafi fengið hinn hlutann af hagnaðinum í tengslum við söluna á Búnaðarbankanum árið 2003. Þetta kom fram í Kastljósi á RÚV í kvöld.

Ólafur kom á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag þar sem hann reyndi að skýra sína hlið í tengslum við söluna. Ólaf­ur var stjórn­ar­formaður Eglu, stærsta ein­staka aðila í kaup­um S-hóps­ins svo­kallaða á tæp­um helm­ings­hlut í Búnaðarbank­an­um.

Ólafur staðfesti á fundinum að 4 millj­arðar af sölu­and­virði hafi farið inn á hans reikn­ing.

Þýski bank­inn Hauck & Auf­häuser kom að kaup­un­um sem helm­ingseig­andi í Eglu, en nefnd­ar­menn bentu á að bank­inn hefði aðeins verið eig­andi í skamm­an tíma og það benti til að um mála­mynda­gjörn­ing hefði verið að ræða.

Hættu við vegna pólitískra afskipta

Ólafur sagði að franski bankinn Société Général hafi haft áhuga á því að vera með í þessu verkefni en hafi hætt við á haustdögum 2002. „Þeir vildu ekki vera með vegna pólitískra afskipta íslenska stjórnvalda.“

Eins og kom fram í fréttum í gær virðist sem félagið Dek­hill Advisors, sem fékk hluta hagnaðar­ins af Hauck & Auf­häuser-flétt­unni á móti Ólafi Ólafs­syni, sé enn til. Ólafur kvaðst ekki geta svarað því hver ætti félagið. „Ég væri ánægður ef ég gæti sagt þér það.“

„Ég hef ekki hugmynd um það“

Hann var þá spurður að þú hvort hann væri að reyna að halda því fram að hann hafi fengið helming af hagnaði á móti fyrirtæki sem hann hefði ekki hugmynd um. „Dekhill er stofnað 2005 og það er alfarið á hendi samningsaðila, sem er Kaupþing, hvernig þeir ráðstafa þessu.“

Ólafur var þráspurður um hver hefði fengið hinn helminginn af fléttunni en sagðist ekki geta svarað því. „Ég hef ekki hugmynd um það.“

Ólafur sagðist aldrei hafa samið við fyrirtæki sem heitir Dekhill. „Ég samdi við stjórnendur Kaupþings. Spurðu stjórnendur Kaupþings og Hauck & Auf­häuser hvern þeir gerðu samning við. Ég hef ekki hugmynd um það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK