Bandaríkjadalur kominn niður fyrir 100 krónur

Kaupgengi Bandaríkjadals gagnvart krónu er komið niður fyrir 100 krónur í fyrsta skipti frá hruni. Í dag stendur kaupgengið í 99,74 krónum og hefur ekki verið lægra síðan 10. október 2008 í miðju hruninu. Þá fór gengið niður í 94,96 krónur.

Kaupgengi Bandaríkjadals gagnvart krónu varð hæst 1. desember 2008 en þá stóð það í 147,68 krónum.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir