Birta hugmynd fyrir Héðinsreit

Svona gæti Héðinsreiturinn litið út séð frá Fiskislóð.
Svona gæti Héðinsreiturinn litið út séð frá Fiskislóð. Teikning Ivantspijker

Birtar hafa verið hugmyndir hollensku arkitektastofunnar Ivantspijker fyrir hluta af Héðinsreitnum svokallaða. Þar eru uppi hugmyndir um íbúðir, hótel og lifandi jarðhæðir með verslunum og veitingastöðum.

Hugmyndaskissa Ivantspijker var sýnd á opnum fundi Reykjavíkurborgar í dag þar sem farið var yfir uppbyggingu innviða og atvinnuhúsnæðis í borginni.

Aðeins er um að ræða hugmyndir í þróun og er ekki búið að leggja fram skipulagstillögu.

Héðinsreitur eins og hann lítur út í dag.
Héðinsreitur eins og hann lítur út í dag. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Héðinsreitur skiptist í tvo hluta, Seljaveg 2 og Vesturgötu 64. Hann erjafnframt í eigu tveggja aðila og hollenska arkitektastofan vinnur fyrir þá sem eiga auðu lóðina sem snýr í átt að Granda, þ.e. Vesturgötu 64. Annað teymi vinnur að þróun Héðinsgötu 2 þar sem Loftkastalinn var eitt sinn.

Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip, kemur að fjárfestingum á Vesturgötu 64.

Ólafur Ólafsson er meðal fjárfesta á Héðinsreit.
Ólafur Ólafsson er meðal fjárfesta á Héðinsreit. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK