Fækka stöðugildum um 41 við samrunann

Höfuðstöðvar 365 við Skaftahlíð.
Höfuðstöðvar 365 við Skaftahlíð. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gert er ráð fyrir því að stöðugildum þeirra eininga sem færast yfir til Fjarskipta frá 365 við samruna fyrirtækjanna muni fækka um 41. Kjarninn segir frá og vitnar í sam­runa­skrá vegna sam­runans sem birt var á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins 10. maí síð­ast­lið­inn. Ekki er tekið fram í skránni hvar á hvaða ein­ingum stöðu­gildum verði fækk­að.

Þar segir jafnframt að gert sé ráð fyrir því að samruninn skili kostn­að­ar­sam­legð upp á rúman millj­arð króna og að sparnaður í launum og starfs­manna­kostn­aði verði um 275 millj­ónir króna á ári.

Þá er gert ráð fyrir því að með samrunanum muni velta Fjarskipta aukast um 8,5 milljarða króna og stöðu­gildum á Íslandi fjölgar um 68 pró­sent, úr 305 stöðu­gildum í 512. 

Fjarskipti er að greiða 7.725-7.875 milljónir króna fyrir fjarskiptaþjónustu 365. Auk þess fara allar sjónvarps- og útvarpsstöðvar yfir til Fjarskipta og fréttavefurinn Vísir.is.

Umfjöllun Kjarnans í heild.

UPPFÆRT 13:32

Fjarskipti hafa sent frá sér athugasemd um fréttaflutninginn þar sem það er ítrekað að fyrri  yfirlýsingar stjórnenda Fjarskipta hf., eru í fullu gildi og að ekki verði hópuppsagnir í tengslum við samrunann. Þessum stöðugildum sem talað er um í fréttinni mun fækka í gegnum starfsmannaveltu á 12-18 mánaða tímabili en ekki með uppsögnum. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir