Mun þrýsta upp leiguverði

Fasteigna- og leiguverð á höfuðborgarsvæðinu mun halda áfram að hækka á næstu misserum. Mikil spenna er á markaðnum og er takmarkað framboð meginskýringin.

Um þetta eru hagfræðingar sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag sammála. Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, bendir á að fasteignaverð hafi hækkað umtalsvert meira en leiguverð íbúðarhúsnæðis. Því sé undirliggjandi þrýstingur á enn frekari hækkun leiguverðs.

Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Landsbankanum, telur aðspurður að vegna þessarar þróunar muni koma fram árgangar af ungu fólki á Íslandi sem eigi að jafnaði lítið eigið fé. Unga fólkið muni eiga erfitt með að kaupa húsnæði og leiguverð verða svo hátt að það geti lítið lagt fyrir.

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir