Costco lækkar eldsneytisverð

Af Twitter-síðu Gasvaktarinnar.
Af Twitter-síðu Gasvaktarinnar. Skjáskot

Costco hefur lækkað verð sitt á eldsneyti um þrjár krónur og kostar nú  lítrinn af bensíni 166,9 krónur og lítrinn af dísil 158,9 krónur. Greint er frá þessu á heimasíðu Gasvaktarinnar. Lítrinn af bensíni í Costco kostaði 169,9 krónur þegar verslunin var opnuð 23. maí síðastliðinn en lítri af dísil 164,9 krónur. Það var síðan lækkað niður í 161,9 krónur. 

Eldsneytissala Costco hefur vakið töluverða athygli frá því að verslunin var opnuð vegna hversu ódýr lítrinn var miðað við verð íslensku olíufélaganna. Samkvæmt heimasíðu Gasvaktarinnar er lítrinn af bensíni hjá Costco 13,2 krónum ódýrari en lítrinn hjá Orkunni X þar sem hann kostar 180,1 krónu og er næstódýrastur. 

Þá kostar lítrinn 180,2 krónur hjá Dælunni, 189,4 krónur hjá Atlantsolíu, 193,3 krónur hjá Orkunni, 193,4 hjá ÓB, 193,9 krónur hjá N1 og Olís og 195,4 hjá Skeljungi.

Daginn eftir að bensínstöð Costco var opnuð sagði Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs, í samtali við mbl.is að Skeljungur muni ekki keppa við Costco í verði. „En sem bet­ur fer eru aðrir hlut­ir sem neyt­end­ur og viðskipta­vin­ir líta til. Þar höf­um við úr ýmsu að moða eins og staðsetn­ingu, þjón­ustu og alls kyns fleiri þátt­um,“ sagði Valgeir.

Þess má geta að nauðsynlegt er að hafa aðildarkort að Costco til þess að kaupa þar eldsneyti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK