Fluttu út vörur fyrir 537,4 milljarða

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Á síðasta ári voru fluttar út vörur fyrir 537,4 milljarða króna fob en inn fyrir 645,6 milljarða króna fob. Halli var því á vöruviðskiptum við útlönd, reiknað á fob-verðmæti út- og innflutnings, sem nam 108,2 milljörðum króna en 30,6 milljarða króna halli var árið 2015 á gengi hvors árs.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Þar segir að verðmæti vöruútflutnings minnkaði um 14,2% frá fyrra ári, á gengi hvors árs, og verðmæti vöruinnflutnings minnkaði um 1,7%. Hlutur iðnaðarvöru var 50,3% alls vöruútflutnings og hlutur sjávarafurða var 43,2%.

Í vöruinnflutningi voru stærstu vöruflokkarnir hrá- og rekstrarvörur með 26,1% hlutdeild, fjárfestingarvörur með 21,8% hlutdeild og flutningatæki með 18,6% hlutdeild. Stærstu viðskiptalönd voru Holland í vöruútflutningi og Noregur í vöruinnflutningi og var EES þýðingarmesta markaðssvæðið, jafnt í vöruútflutningi sem vöruinnflutningi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK