Amazon kaupir Whole Foods

Um er að ræða stórkaup.
Um er að ræða stórkaup. AFP

Netverslunarrisinn Amazon hefur samið um kaup á matvöruverslunarkeðjunni Whole Foods. Amazon greiðir 13,7 milljarða Bandaríkjadali eða því sem nemur 1383 milljörðum íslenskra króna fyrir keðjuna.

BBC greinir frá þessu.

Amazon hefur síðustu misseri prófað sig áfram með matvöru en er þekktara fyrir netverslun á hlutum eins og raftækjum, bókum og klæðnaði. Mun fyrirtækið greiða 42 Bandaríkjadali fyrir hvern hlut í Whole Foods sem er 27% hærra verð en bréfin stóðu í þegar að markaðir lokuðu í gær. Gert er ráð fyrir því að kaupin gangi í gegn seinna á þessu ári.

„Milljónir manna elska Whole Foods því þau bjóða upp á besta náttúrulega og lífræna matinn og þau gera það skemmtilegt að borða holt,“ er haft eftir Jeff Bezos, stofnanda og framkvæmdastjóra Amazon í frétt BBC.

Stjórnandi Whole Foods John Mackey mun að öllum líkindum halda stöðu sinni samkvæmt BBC. Hann segir í frétt BBC að þetta samstarf geri Whole Foods kleift að hámarka verðmæti félagsins fyrir hluthafa. Þá mun það einnig gera keðjunni það kleift að breiða út boðskap sinn og koma gæðavörum til fleiri viðskiptavina.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK