Opna Iceland í Glæsibæ

Fyrsta Iceland verslunin var opnuð í Engihjalla árið 2012 og ...
Fyrsta Iceland verslunin var opnuð í Engihjalla árið 2012 og í dag eru verslanir Iceland þrjár talsins og staðsettar í Engihjalla, Arnarbakka og í Vesturbergi. Aðsend mynd

Á næstu dögum mun ný Iceland verslun opna í Glæsibæ þar sem áður var 10-11 verslun. Um er að ræða fyrstu breytinguna af nokkrum sem eru fyrirhugaðar hjá Basko ehf., eignarhaldsfélagi 10-11 og Iceland, en á næstu mánuðum eru fyrirhugaðar samskonar breytingar á fleiri verslunum 10-11.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Fyrsta Iceland verslunin var opnuð í Engihjalla árið 2012 og í dag eru verslanir Iceland þrjár talsins og staðsettar í Engihjalla, Arnarbakka og í Vesturbergi.

 „Breytingin er liður í því að útvíkka og stækka vörumerkið Iceland enda hafa verslanirnar fengið mjög góðar viðtökur í sínum hverfum. Fólk vill versla í sínu nærumhverfi og með breytingunni getur það í ríkari mæli gert sín innkaup þegar því hentar og nálægt heimilinu, enda Iceland þekkt fyrir gott vöruúrval, langan opnunartíma og hagstæð verð,“ er haft eftir Árna Pétri Jónssyni, forstjóra og hluthafa í Basko.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir