Eignirnar yfir 3.700 milljörðum

mbl.is/Ómar

Eignir lífeyriskerfisins í árslok 2016 námu 3.726 milljörðum króna sem jafngildir 154% af vergri landsframleiðslu, að því er fram kemur í nýjum tölum frá Fjármálaeftirlitinu. Það eru um 272 milljörðum meiri eignir en í árslok 2015. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu lækka hins vegar eignir lífeyriskerfisins um 3 prósentustig frá fyrra ári vegna lægri ávöxtunar sjóðanna og aukinnar landsframleiðslu.

Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðanna versnar verulega á milli ára. Raunávöxtun samtryggingadeilda lífeyrissjóða í lok árs 2016 var 0% og er með því lægsta sem gerðist innan OECD-landa. Strax í kringum áramót var útlit fyrir lakari eða neikvæða raunávöxtun, meðal annars vegna styrkingar krónunnar gagnvart erlendum myntum.

Til samanburðar var raunávöxtun 8% árið 2015 sem var þá mesta raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða í tæpan áratug. Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðanna síðastliðinn aldarfjórðung er þó 4,3%, sem er yfir langtímaviðmiði þeirra um 3,5% árlega ávöxtun.

Hrein raunávöxtun séreignarsparnaðar lífeyrissjóða var neikvæð um 0,7% og annarra vörsluaðila neikvæð um 2% á liðnu ári.

Stærra en viðskiptabankarnir

Eignir samtryggingadeilda jukust um nærri 8% á síðasta ári, séreignarsparnaðar í vörslu lífeyrissjóðanna um 6% og hjá öðrum vörsluaðilum um 8%.

Til samanburðar við eignir lífeyriskerfisins voru efnahagsreikningar þriggja stærstu viðskiptabankanna um 3.200 milljarðar króna og lánamarkaðurinn í heild um 4.250 milljarðar króna. gislirunar@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK