Ómar nýr forstjóri Securitas

Ómar hefur frá árinu 2015 gengt starfi framkvæmdastjóra sölu og ...
Ómar hefur frá árinu 2015 gengt starfi framkvæmdastjóra sölu og ráðgjafar hjá Sjóvá. Hann var áður forstjóri Vodafone á árunum 2009- 2014 en hann er viðskiptafræðingur Cand Oecon frá Háskóla Íslands. Aðsend mynd

Ómar Svavarsson hefur verið ráðinn forstjóri Securitas. Hann tekur við starfinu af Guðmundi Arasyni sem lætur af störfum eftir að hafa starfað hjá félaginu um árabil.  

Ómar hefur frá árinu 2015 gengt starfi framkvæmdastjóra sölu og ráðgjafar hjá Sjóvá. Hann var áður forstjóri Vodafone á árunum 2009- 2014 en hann er viðskiptafræðingur Cand Oecon frá Háskóla Íslands.

„Starfsemi Securitas er að taka miklum breytingum með aukinni áherslu á upplýsingatækni og rafrænni þjónustu við viðskiptavini. Það er því mikill fengur fyrir félagið að fá Ómar til liðs við okkur sem hefur umfangsmikla reynslu af störfum á fjarskipta‐ og tryggingamarkaði þar sem þróunin í tækni og þjónustu hefur verið hvað örust. Við bindum  miklar vonir við að ráðning hans muni enn frekar tryggja stöðu Securitas sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði á tímum  örra breytinga og þróunar á markaði. 

Ómar tekur við öflugu og sterku félagi og ég vil fyrir hönd stjórnar félagsins  þakka fráfarandi forstjóra Guðmundi Arasyni fyrir að hafa leitt uppbyggingu félagsins og stýrt því farsællega í  gegnum ýmsar áskoranir á undanförnum árum. Nýr forstjóri tekur við góðu búi,“ er haft eftir Guðlaugu Kristinsdótttur stjórnarformanni Securitas í fréttatilkynningu.   

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir