10 þúsund króna seðillinn verði tekinn úr umferð

Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn með pompi …
Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn með pompi og prakt á sínum tíma. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lagt er til að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð sem fyrst og að hámark verði sett á leyfilega upphæð greiðslna fyrir vöru og þjónustu með reiðufé. Þetta kom fram í morgun á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem ráðherra boðaði til.

Á fundinum voru kynntar skýrslur tveggja starfshópa sem í vetur var falið að vinna tillögur að aðgerðum til úrbóta vegna ábendinga sem fram komu í skýrslu starfshóps um umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu Íslendinga á aflandssvæðum.

Annar starfshópurinn skoðaði milliverðlagningu og faktúrufölsun. Var metið að árlegt tekjutap ríkissjóðs vegna óeðlilegrar milliverðlagningar tengdra lögaðila geti verið á bilinu 1 til 6 milljarðar íslenskra króna. 

Hinn starfshópurinn skoðaði umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á íslenskan þjóðarbúskap. Meginviðfangsefni voru skattsvik sem rekja má til kennitöluflakks eða ólögmætra undanskota í verktakaiðnaði og peningaþvætti. Litið var á nýlegar rannsóknir og áætlað að undanskot gætu verið um 4% af landsframleiðslu, eða um 100 milljarðar króna. 

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti tillögurnar í morgun.
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti tillögurnar í morgun.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK