Þénaði 1,5 milljarð á tæpri klukkustund

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian þénaði um 14,4 milljónir Bandaríkjadala eða því sem nemur 1,5 milljarði íslenskra króna á tæpri klukkustund í gær þegar að ný förðunarlína hennar fór í sölu.

Aðeins nokkrum mínútum eftir að netsala á vörum Kardashian, sem eru til skyggingar á andliti, hófst tilkynnti hún að tveir litir væru nú þegar uppseldir en á tæpum klukkutíma voru allir pakkarnir 300.000 sem settir voru í sölu seldir. 



Kardashian hafði lofað aðdáendum sínum að með skyggingavörunum myndu þeir ná hennar heimsþekkta yfirbragði á aðeins fimm mínútum og virðist sem að markaðsherferðin hafi virkað. 

Með þessu er Kardashian á vissan hátt að feta í fótspor litlu systur sinnar, Kylie Jenner, sem hefur síðustu misseri stórgrætt á förðunarvörum, þá helst varalitum. Kardashian og Jenner tóku höndum saman í apríl og settu í sölu fjóra varaliti sem Kardashian hannaði. Þeir seldust upp á svipstundu og námu sölutekjurnar 13,5 milljónum Bandaríkjadala.

Hér að neðan má sjá myndir úr auglýsingaherferð förðunarlínu Kardashian.

Today's the day!!! @Kkwbeauty launches at 9am! go to kkwbeauty.com for the creme contour and highlight kits!

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Jun 21, 2017 at 7:53am PDT

@KKWBEAUTY KKWBEAUTY.COM

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Jun 19, 2017 at 6:55am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK